Rannsóknir

Náttúrustofa Norðurlands vestra stundar fjölbreyttar rannsóknir á náttúrufari svæðisins. Rannsóknir Náttúrustofunnar beinast m.a. að fuglafánu svæðisins, þéttleika og útbreiðslu einstakra tegunda; flóru og fungu svæðisins með áherslu á vatnaplöntur og fléttufungu; vistgerðir, vöktun þeirra og afmörkun; fjörulíf svæðisins.

Sömuleiðis kemur Náttúrustofan að verkefnum er varða útbreiðslu örplasts og er í samstarfi við Hólaskóla og Selasetrið í verkefni sem hefur að markmiði að efla vitund ungs fólks fyrir umhverfi sínu með vöktun ýmissa náttúrufarsþátta á vettvangi.