Fréttir

Nýr starfskraftur hjá NNv

Í byrjun þessa mánaðar var Rakel Þorbjörnsdóttir, náttúru- og umhverfisfræðingur, ráðin að Náttúrustofu Norðurlands vestra. Rakel er með B.Sc. próf frá Landbúnaðarháskóla Íslands sem og diplómu í Fiskeldisfræði frá Háskólanum á Hólum. Verkefni hennar verða ýmis rannsóknarverkefni sem og önnur verkefni sem til falla. Aðstaða Rakelar verður í aðalstöð NNv á Sauðárkróki. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna í teymið okkar!

Náttúrufræðingur/-nemi óskast til úttektar á ásætufléttum

Sumarstarf í boði við náttúrustofuna við rannsóknir á ásætufléttum og útbreiðslu þeirra í ræktuðum skógum.

Gleðileg jól!

Náttúrustofa Norðurlands vestra óskar vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Engjaskófir hýsa bakteríur sem sýkja æðplöntur!

Í nýbirtri grein er greint frá rannsóknum á bakteríunni Pseudomonas syringae og útbreiðslu hennar á Íslandi. Umrædd baktería er

Nýr starfskraftur

Nýlega var Ragna Guðrún Snorradóttir, ferskvatnslíffræðingur, ráðin að Náttúrustofu Norðurlands vestra. Ragna Guðrún lauk M.Sc. prófi við...

Birki finnst í Bræðraskeri Breiðamerkurjökuls

Í vöktunarleiðangri á vegum NNv og LBHÍ fannst birki í Bræðraskeri en vaktaðir voru fastir reitir í Kára-, Bræðra- og Maríuskeri Breiðamerkurjökuls. Fimm nýjar tegundir æðplantna fundust í Maríuskeri og hafa fundist 47 tegundir æðplantna þar og 62 í Bræðraskeri en á elsta skerinu, Káraskeri hafa fundist 71 tegund.

Náttúrufræðingur óskast til starfa

Náttúrustofa Norðurlands vestra óskar eftir að ráða náttúrufræðing til starfa.

Fuglaskoðun við Áshildarholtsvatn

Næstkomandi þriðjudag, 4. júlí, stendur Náttúrustofa Norðurlands vestra í samstarfi við Ferðafélag Skagfirðinga fyrir fuglaskoðun kl 17:15. Mæting er við hesthúsin hjá fuglatjörninni. Leiðsögumaður er Einar Þorleifsson náttúrufræðingur.

Vorið er komið og grundirnar gróa.

Undanfarna daga hefur verið hlýtt á Norðurlandi vestra. Farfuglar streyma til landsins. Helsingjar, grágæsir, heiðagæsir og álftir eru áberandi á túnum, vötnum og tjörnum. Lóur eru víða komnar í hópum og sandlóur og hrossagaukar allnokkrir mættir eins og má segja um stelkinn og jaðrakaninn sem fjölgar mikið þessa dagana. Enn er einhver bið eftir þúfutittlingi, steindepli og maríuerlu. Af andfuglunum þá hafa flestar tegundir sést meðal annars tvö pör af hinni sjaldgæfu skeiðönd.

Náttúrustofan hlýtur styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til refarannsókna

Refaveiðar eru stundaðar á vegum sveitarfélaga á Íslandi með því markmiði að draga úr skaða af völdum refa. Til að meta stöðu og áhrif refa á búsmala og vistkerfið í heild eru rannsóknir á stöðu refa í vistkerfinu nauðsynlegar. Skref í þá átt verður tekið í Skagafirði í sumar með rannsóknum og samantekt gagna um refi og útbreiðslu þeirra í héraðinu.