Náttúrustofa Norðurlands vestra óskar eftir að ráða sumarstarfsmann fyrir komandi sumar.
Nánari upplýsingar er að finna á meðfylgjandi auglýsingu.
27.01.2026
Jólamynd NNv var tekin í júlí síðastliðnum í leiðangri Náttúrustofunnar ásamt samstarfsfólki frá Landbúnaðarháskólanum til Esjufjalla. Esjufjöll eru mynduð af fjórum fjallshryggjum og fyrir miðri mynd sést vestasti hlutinn sem nefnist Vesturbjörg. Hægra megin á myndinni eru síðan Skálabjörg en enn austar, og utan myndar, eru síðan Esjubjörg og Austurbjörg. Vinstra megin á myndinni gnæfa síðan Mávabyggðir upp af jöklinum.
22.12.2025
Tékklisti yfir íslenskar fléttur og fléttuháða sveppi er kominn út.
22.12.2025
Náttúrustofa Norðurlands vestra í samstarfi við Land og Skóg hefur tekið að sér langtímaverkefnið Grólind fyrir landshlutann.
Þrír starfsmenn stofunnar fóru fyrr í vikunni að taka út fyrstu reitina.
27.06.2025
Í tilefni Sæluvikunnar í Skagafirði þá ætlar starfsfólk hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra að vera með opið hús að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki, þriðjudaginn 29. apríl n.k. milli kl. 15 og 18.
09.04.2025
Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur og forstöðumaður náttúrustofunnar, mun halda fyrirlestur á hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar miðvikudaginn 26. febrúar n.k. Hægt verður að fylgjast með fyrirlestrinum í streymi á vef Náttúrufræðistofnunar
24.02.2025
Nú á dögunum barst Náttúrustofunni tilkynning frá starfsfólki Vörumiðlunar á Sauðárkróki um óþekkt skordýr sem kom með vörubretti til þeirra. Við nánari skoðun reyndist um Baunatítu (Nezara viridula) að ræða en hér var rauðbrúnt afbrigði á ferð.
23.01.2025
Skeljaskóf er flétta sem finna má um allt land en sérstaklega algeng er hún um sunnan- og vestanvert landið. Fléttur eru sambýli svepps og ljóstillífandi lífveru sem oftast er grænþörungur þó töluvert algengt sé að blábakteríur, löngum nefndar blágrænir þörungar, sjái fléttusambýlinu fyrir orku. Lítill hluti fléttna...
20.12.2024
Í byrjun þessa mánaðar var Rakel Þorbjörnsdóttir, náttúru- og umhverfisfræðingur, ráðin að Náttúrustofu Norðurlands vestra. Rakel er með B.Sc. próf frá Landbúnaðarháskóla Íslands sem og diplómu í Fiskeldisfræði frá Háskólanum á Hólum. Verkefni hennar verða ýmis rannsóknarverkefni sem og önnur verkefni sem til falla. Aðstaða Rakelar verður í aðalstöð NNv á Sauðárkróki.
Við bjóðum hana hjartanlega velkomna í teymið okkar!
06.09.2024
Sumarstarf í boði við náttúrustofuna við rannsóknir á ásætufléttum og útbreiðslu þeirra í ræktuðum skógum.
16.04.2024