Velkomin á heimasíðu NNV
Náttúrustofa Norðurlands vestra (NNV) er rannsóknastofnun þar sem vísindarannsóknir á náttúru svæðisins eru stundaðar og niðurstöður þeirra gerðar aðgengilegar þeim sem á þurfa að halda. Starfsmenn NNV veita fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði og taka að sér margvísleg verkefni á því sviði fyrir sveitarfélög, stofnanir eða einkaaðila.