Áhrif loftlagsbreytinga á bleikjustofna

Bleikjuafbrigðin í Vatnshlíðarvatni: Mynd Bjarni Jónsson
Bleikjuafbrigðin í Vatnshlíðarvatni: Mynd Bjarni Jónsson

Ný vísindagrein þar sem Vatnshlíðarvatns bleikjan kemur við sögu, Genetic population structure and variation at phenology‐related loci in anadromous Arctic char (Salvelinus alpinus) var að koma út í vísindaritinu „Ecology of Freshwater Fish“.Loftslagsbreytingar hafa hvað mest áhrif á norðurslóðum og umturna og hliðra árstíðum með tilheyrandi áhrifum á viskerfi. Bleikja er ein þeirra tegunda sem verður hvað verst fyrir barðinu á því og á allt undir því að geta lagað lífsferil sinn að breyttum aðstæðum. Til að meta erfðafræðilegt svigrúm tegundarinnar til að bregðast við, rannsökuðum við 15 grænlenska stofna og bárum saman við fjarskyldari bleikju úr Vatnshlíðarvatni og Biggijavri vatni í norður Noregi.

Mikilvægur genetískur munur er á milli bleikjustofna í hrygningartíma og faratferli eins og sjávargöngu, sem markast af aðlögunum þeirra að umhverfisaðstæðum á hverjum stað. Þessi breytileiki í svæðisbundnum aðlögunum mun auðvelda tegundinni sem heild að standa af sér breytingar á búsvæðum og umhverfisþáttum. Sjóbleikjustofnar hafa til mynda frá tveimur vikum upp í nokkra mánuði til að nýta sér gjöful búsvæði í sjó, allt eftir staðsetningu þeirra. Hlýnun sjávar og vistkerfisbreytingar þeim samfara munu því hafa mismunandi áhrif á stofnana. Þar sem smávægileg blöndun fjarlægra stofna á sér reglulega stað, geta eiginleikar sem nýtast í nýjum aðstæðum borist á milli stofna án þess að breyta grunngerð þeirra. Nánar má lesa um niðurstöðurnar í greininni. https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/eff.12504