Álar í Áshildarholtsvatni Skagafirði og Hnausatjörn Vatnsdal einstakir á heimsvísu. Ný vísindagrein í Heredity.

Mismunandi útlitsafbrigði ála. Mynd Bjarni Jónsson
Mismunandi útlitsafbrigði ála. Mynd Bjarni Jónsson

Náttúrustofa Norðurlands vestra stundar bæði vöktunarrannsóknir á álagöngum til landsins og erfðafræðilegri þróun kynblöndunar á milli tegunda Evrópuála og Ameríkuála með tilliti til breytinga umhverfisþátta. Hvergi nema á Íslandi hafa fundist kynblendingar á milli tegundanna frá þessum tveimur heimsálfum og kynblendingar af seinni kynslóð. Kynblöndunin er því meiri sem norðar dregur á landinu og hvergi meiri en í Hnausatjörn í Vatnsdal og Áshildarholtsvatni í Skagafirði, þar sem kynblöndunin var 100%. Nýjar alþjóðlegar vísindagreinar eru í smíðum sem byggja á þessum rannsóknum, en sú síðasta sem náttúrustofan  vann að ásamt samstarfsaðilum komu út í einu virtasta erfðafræðitímariti heims Heredity, í mars 2017. Greinina má nálgast hér: Assessing pre- and post-zygotic barriers between North Atlantic eels (Anguilla anguilla and A. rostrata)