Andanefju rekur á Borgarsand við Sauðárkrók

Andanefja Borgarsandi fyrir mælingar og sýnatöku
Andanefja Borgarsandi fyrir mælingar og sýnatöku

Andanefju rak á Borgarsand við Sauðárkrók 21. september sl og var hún strax sama dag rannsökuð af Náttúrustofu NV og tekin sýni til frekari greininga í samráði við hvalasérfræðinga Hafrannsóknarstofnunar. Hvalurinn reyndist 3,80 m að lengd. Mikið hefur verið um hvalreka að undanförnu og ekki síst andanefjum. Ekki er langt síðan slíkan hval rak á Reykjaströnd og var hann öllu stærri. Mikilvægt er að tilkynnt sé um hvalreka eins fljótt og auðið er svo hægt sé að ná ferskum sýnum, svo sem til erfðagreininga og eins að hægt sé að bregðast við með viðeigandi hætti. Hvalurinn sem rak á Borgarsandi er á vinsælu útivistarsvæði sem margir eiga leið um og því ekki annað að gera en að grafa slíkt dýr á staðnum eða taka hræið til förgunar. Verður hvalurinn fjarlægður til urðunar.