Andanefju rekur á land við ytri Ingveldarstaði, Skagafirði

Tekin erfðasýni og vefjasýni af andanefju í fjörunni við Ytri Ingveldarstaði
Tekin erfðasýni og vefjasýni af andanefju í fjörunni við Ytri Ingveldarstaði

Náttúrustofa NV var kölluð á vettvang hvalreka við Ytri Ingveldarstaði, Skagafirði að beiðni Hafrannsóknastofnunar, þar sem andanefju hafði rekið að landi. Reyndist um að ræða 9,06 m karldýr. Varla eru meira en nokkrir dagar síðan dýrið drapst og marrar það að hálfu leyti í kafi í fjörunni. Sjófarendur urðu varir við andarnefju inn á Skagafirði fyrir nokkrum dögum, ekki langt frá þeim stað sem hvalinn rak. Náttúrustofa NV rannsakaði dýrið og tók erfðasýni og fleiri vefjasýni til greininga hjá hvalasérfræðingum Hafrannsóknastofnunar. Óvenju mikið hefur verið um hvalreka við Íslandsstrendur að undanförnu og er umhugsunarefni hvað veldur. Mikið hefur einnig sést af hvölum inn á fjörðum í sumar og víða tækifæri til hvalaskoðunar.