Nú á dögunum barst Náttúrustofunni tilkynning frá starfsfólki Vörumiðlunar á Sauðárkróki um óþekkt skordýr sem kom með vörubretti til þeirra. Við nánari skoðun reyndist um fullorðna Baunatítu (Nezara viridula) að ræða. Afbrigði einstaklingsins er rauðbrúnt en það afbrigði er sagt vera harðgerðara en grænir einstaklingar, einnig hefur stærð hennar áhrif, þar sem stærri einstaklingar eru sagðir harðgerðari.
Baunatíta er af þeftítnaætt (Pentatomidae) og er slæðingur hérlendis.
Hér er hægt að lesa meira um Baunatítu.