Búrhvalstarfur í Kálfhamarsvík á Skaga

Bjarni Jónsson tekur sýni úr búrhval í Kálfshamarsvík
Bjarni Jónsson tekur sýni úr búrhval í Kálfshamarsvík

Annan hvalinn á stuttum tíma rak á land á svæðinu, nú í Kálfhamarsvík á Skaga. Tilkynnt var um hvalinn í gærkvöldi og var hann skoðaður og sýni tekin til greininga af Náttúrustofu Norðurlands vestra í dag.  Um var að ræða 13,60 m langan búrhvalstarf. Nokkuð virðist síðan hvalurinn drapst, eitthvað umfram góða viku. Hvalurinn verður væntanlega fjarlægður fljótlega enda á vinsælum áfangastað útivistarfólks. Sýnum og upplýsingum verður komið til hvalasérfræðinga Hafrannsóknastofnunar.