Nýr starfsmaður hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra

Gengið var frá ráðningarsamningi við Valtý Sigurðsson hjá BioPol ehf. á Skagaströnd. Hann hefur verið starfsmaður BioPol síðan 2015 og verður enn með aðstöðu þar og 50% stöðu samhliða 50% stöðu hjá NNV. Valtýr hefur safnað gögnum úr lönduðum afla úr þorski og ýsu á Skagaströnd, gert athugun á þaraþekju í Húnaflóa, safnað botndýrum í gildrur og unnið með ýmis gögn sem tengjast fjölbreyttum verkefnum BioPol en öll snúast þau um neðansjávarumhverfið. Hann er giftur Ástrós Elísdóttur leikhúsfræðingi og eiga þau saman þrjú börn og eru búsett á Skagaströnd.