Í nýbirtri grein er greint frá rannsóknum á bakteríunni Pseudomonas syringae og útbreiðslu hennar á Íslandi. Umrædd baktería er sjúkdómsvaldandi í ýmsum æðplöntum og afar útbreidd. Pseudomonas syringae var leitað í ólíkum tegundum innan mismunandi hópa víða á Íslandi og er greinin hluti af doktorsverkefni Natalia Ramírez. Einu flétturnar sem hýstu P. syringae reyndust tilheyra engjaskófum en einnig fundust bakteríurnar á mosum og æðplöntum. Athygli vekur að P. syringae virðist í minna magni í engjaskófunum borið saman við hina hópana og sömuleiðis er athyglivert að aðrar fléttutegundir sem rannsakaðar voru báru engar P. syringae. Í leiðbeinandateymi Nataliu er Starri Heiðmarsson, forstöðumaður NNv og leggur þar til þekkingu sína á fléttufungu Íslands.
Greinina má nálgast hér: https://ami-journals.onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/1462-2920.16490
Natalia er í stuttu spjalli af tilefni útgáfu greinarinnar á heimasíðu Háskólans á Akureyri líkt og má sjá hér: https://www.unak.is/is/samfelagid/frettasafn/frettir/pseudomonas-syringae-algengust-i-flettum-a-islandi-samkvaemt-hofdatolu