Fræðsluvefur um náttúru Skagafjarðar

Stuðlaberg við Hofsós. Mynd af fræðsluvef natturaskagafjardar
Stuðlaberg við Hofsós. Mynd af fræðsluvef natturaskagafjardar

Opnaður hefur verið nýr fræðsluvefur fyrir krakka unglinga og áhugasaman almenning um umhverfið og náttúru Skagafjarðar (natturaskagafjardar.is). Á vefnum má nálgast spennandi verkefni og læra um ýmislegt sem tengist náttúrunni útfrá jarðfræði, líffræði og landafræði. Höfundur að fræðsluvefnum er Sólrún Harðardóttir kennari og námsefnishöfundur. Útgefandi er Hólaskóli en verkefnið var styrkt af Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði. Vefurinn ætti ekki síst að nýtast grunnskólabörnum í Skagafirði og nemendum FNV.