Fuglaskoðun við Áshildarholtsvatn

Næstkomandi  þriðjudag, 4. júlí kl. 17:15, stendur Náttúrustofa Norðurlands vestra í samstarfi við Ferðafélag Skagfirðinga fyrir fuglaskoðun.

Mæting er við hesthúsin hjá fuglatjörninni.

Fuglar verða skoðaðir við Tjarnartjörn og Áshildarholtsvatn. Gert er ráð fyrir að skoðunin taki um 1½ klst.

Gott er að taka með kíki og fatnað eftir veðri. Leiðsögumaður verður Einar Þorleifsson náttúrufræðingur.

Fuglalíf er þarna óvenju fjölbreytt, himbrimar sjást reglulega og flórgoðar. Andategundir eru margar t.d. rauðhöfðaönd og gargönd ásamt skúfönd og toppönd. Vaðfuglar eru helstir jaðrakan, stelkur, óðinshani og spói.