Fuglaskoðunarhús við Áshildarholtsvatn

Fuglaskoðunarhús sem komið var upp fyrir nokkrum árum, er staðsett við austurenda Áshildarholtsvatns. Þaðan sést vel yfir þann hluta vatnsins og votlendið og móa sem þar liggja á milli. Á vorin og framan af sumri er hægt a fylgjast þar með fjölskrúðugu og fjölbreyttu fuglalífi. Gott aðgengi er að húsinu og aðstæður góðar að fylgjast með fuglalífi þaðan. Ástæða er til að benda sem flestum sem áhuga hafa á fuglaskoðun að nýta sér aðstöðuna og njóta fuglalífsins við Áshildarholtsvatn.