Myndasíða á Instagram

Ýmislegt af myndasíðunni
Ýmislegt af myndasíðunni

Við á náttúrustofunni ákváðum að stofna til myndasíðu á Instagram í
haust og höfum verið að setja inn myndir af öllu því helsta sem ber
fyrir augu í rannsóknaferðum okkar um svæðið. Rannsóknasvæði stofunnar er
um 13 þúsund ferkílómetrar að stærð og nær austan úr Fljótum að
Bitrufirði í vestri. Inn á hálendið nær svo rannsóknasvæði okkar suður
að jöklunum Hofsjökli og Langjökli og um öll hin víðáttumiklu heiðalönd
sem liggja að Arnarvatnsheiði. Mest höfum við verið að mynda fugla en
einnig landslag og jarðfræðileg fyrirbrigði. Cécile Chauvat er
umsjónarmaður síðunnar og nýtur aðstoðar Einars Ó. Þorleifssonar en
saman eru þau höfundar myndanna sem þau tína til á síðuna og
textahöfundar. Sem stendur eru myndatextarnir á ensku til að ná til
fjölbreyttari áheyrendahóps en það stendur til að hafa svo umfjöllunina
á íslensku að auki, engu að síður má vel njóta myndanna. Hér er hlekkur á myndasíðuna