Menntunar- og hæfniskröfur
-háskólanám í náttúrufræði eða sambærileg menntun sem nýtist
-þekking á fléttum kostum, t.d. að hafa lokið áfanganum „fléttur og mosar“ við LBHÍ
-almenn þekking á náttúru landsins er æskileg
-þekking á íslenskum skógum er kostur
-vilji og geta til þátttöku í vettvangsferðum fjarri heimili
-færni í greiningu og framsetningu gagna
-samviskusemi, frumkvæði og metnaður til að sýna árangur
-færni í mannlegum samskiptum
-góð íslensku- og enskukunnátta
-bílpróf er nauðsyn og kostur ef viðkomandi hefur bíl til umráða
Umsókn skal fylgja ferilskrá, meðmæli og kynningarbréf þar sem fram kemur hvers vegna umsækjandi vill starfa á NNv og hver framtíðarsýn hans er.
Umsókn sendist á netfangið: nnv@nnv.is fyrir 10. maí 2024.
Nánari upplýsingar veitir Starri Heiðmarsson, forstöðumaður (s: 6632650; starri@nnv.is)
Náttúrustofa Norðurlands vestra óskar eftir að ráða náttúrufræðinema í sumarstarf. Um er að ræða þriggja mánaða sumarstarf sem einkum felur í sér vettvangsvinnu til gagnaöflunar um útbreiðslu ásætufléttna í skógum á Íslandi. Möguleg rannsóknarsvæði eru um allt land en hluti vettvangsvinnunnar verður unnin í Skorradal. Verkefnið er unnið í samstarfi við Land og Skóg.
Náttúrustofan er með höfuðstöðvar á Sauðárkróki auk aðstöðu á Skagaströnd og Hvammstanga. Við NNv starfa nú 4 starfsmenn á ársgrundvelli auk sumarstarfsmanna. NNv stundar rannsóknir á náttúrufari Norðurlands vestra, bæði á eigin vegum og í samstarfi við aðra.
Laun eru skv. stofnanasamningi Náttúrustofu Norðurlands vestra og Félags íslenskra náttúrufræðinga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í síðasta lagi 1. júní 2024.