Náttúrustofuþing 2019 á Sauðárkróki

Náttúrustofa Norðurlands vestra hefur aðsetur í gamla barnaskólanum, Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Mynd: …
Náttúrustofa Norðurlands vestra hefur aðsetur í gamla barnaskólanum, Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Mynd: Bjarni Jónsson

Fimmtudaginn 16. maí nk. fer fram  Náttúrustofuþing á Sauðárkróki. Þetta er í ellefta sinn sem náttúrustofur landsins halda opna ráðstefnu víðsvegar um landið utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem fjallað er um valin verkefni sem unnið er á hinum átta náttúrustofum vítt og breitt um landið. Þingið verður haldið í aðstöðu Náttúrustofu Norðurlands vestra að Aðalgötu 2 Sauðárkróki. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir sem vilja fræðast um þær fjölbreyttu náttúrurannsóknir sem stofurnar vinna að á ólíkum sviðum. Nánari dagskrá og tímasetning verður kynnt þegar nær dregur.

Samtök náttúrustofa (SNS) eru félagsskapur sem vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum náttúrustofanna átta. Í tengslum við Náttúrustofuþingið verður haldinn aðalfundur samtakanna, ásamt vinnufundi starfsmanna.