Ný grein um ferðamenn og selaskoðun

Landselur við Illugastaði. Mynd Cécile M. Chauvat.
Landselur við Illugastaði. Mynd Cécile M. Chauvat.

Íslenski landselurinn er á válista yfir tegundir í bráðri hættu á útrýmingu en selaskoðun getur haft truflandi áhrif á selina og hindrað þá í að hvílast, nærast og fjölga sér. Sem betur fer getur fólk lágmarkað þessa truflun með því að fara með gát um selaskoðunarstaði (engin hlaup, öskur eða snöggar hreyfingar).

Tilgangurinn með rannsókninni okkar er að afla upplýsinga um ferðamenn sem stunda selaskoðun.

Hvaða gildi hefur umhverfið fyrir þá?
Hvaða áhrif telja þeir sig hafa á selina?
Hvað finnst þeim um hugsanlegar leiðir til að stýra aðgengi á selaskoðunarstöðum?

Markmiðið okkar er að hanna regluverk sem byggir á viðhorfum ferðamanna og gildum þeirra. Með þessum hætti getur selaskoðun verið sjálfbær með tilliti til verndunar selanna.

Greinin er byggð á meistaraverkefni höfundar, Cécile M. Chauvat, við háskólasetur Vestfjarða og er hluti af samstarfi milli Náttúrustofu Norðurlands vestra, Selasetursins og Háskólans á Hólum. Greinina má nálgast hér.