09.10.2023
Nýlega var Ragna Guðrún Snorradóttir, ferskvatnslíffræðingur, ráðin að Náttúrustofu Norðurlands vestra. Ragna Guðrún lauk M.Sc. prófi við Háskólann á Hólum síðastliðið vor og fjallaði verkefni hennar um fjölbreytileika hornsíla frá mismunandi búsvæðum innan Mývatns. Ragna Guðrún mun einkum sinna rannsóknum og vöktun á ferskvatnsfiskum á starfssvæði Náttúrustofunnar sem og öðrum verkefnum sem sinna þarf. Aðstaða Rögnu Guðrúnar verður á Hvammstanga þar sem NNv nýtur góðs af samstarfi við Selasetur Íslands.