Í byrjun þessa mánaðar var Rakel Þorbjörnsdóttir, náttúru- og umhverfisfræðingur, ráðin að Náttúrustofu Norðurlands vestra. Rakel er með B.Sc. próf frá Landbúnaðarháskóla Íslands sem og diplómu í Fiskeldisfræði frá Háskólanum á Hólum. Verkefni hennar verða ýmis rannsóknarverkefni sem og önnur verkefni sem til falla. Aðstaða Rakelar verður í aðalstöð NNv á Sauðárkróki.
Við bjóðum hana hjartanlega velkomna í teymið okkar!