Í tilefni Sæluvikunnar í Skagafirði þá ætlar starfsfólk hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra að vera með opið hús að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki, þriðjudaginn 29. apríl n.k. milli kl. 15 og 18.
Þar verður starfsemi náttúrustofunnar kynnt auk þess sem nýuppstoppaður hvítabjörn sem felldur var 2016 við Hvalnes á Skaga verður til sýnis auk fleiri náttúrugripa. Við bjóðum öllum hjartanlega velkomin á opið hús.