Ráðstefna um plastmengun

Helstu niðurstöður kynntar á ráðstefnunni
Helstu niðurstöður kynntar á ráðstefnunni

Alþjóðleg ráðstefna um plastmengun á norðurslóðum verður haldin dagana 2.-9. mars næstkomandi. Eins og segir í frétt á vef stjórnarráðsins er ráðstefnan í tengslum við formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu 2019-2021 og í Norrænu ráðherranefndinni 2019 en meðal helstu áherslumála í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu eru aðgerðir til að minnka plastmengun í norðurhöfum. Á ráðstefnunni koma saman yfir 100 rannsakendur frá ýmsum löndum og kynna nýjustu rannsóknir sem tengjast plastmengun á norðurslóðum. Valtýr Sigurðsson, starfsmaður stofunnar, er með erindi á ráðstefnunni um helstu niðurstöður úr skýrslu sem NNV og BioPol ehf. tóku saman 2019 um örplastmengun hérlendis, hana má finna hér. Einnig mun hann taka þátt í pallborðsumræðum. Ráðstefnan fer fram á netinu en skráning og frekari upplýsingar eru hér.