Rannsóknir á fjölbreyttu lífríki við Tjarnartjörn

Tjarnartjörn tengir saman nærliggjandi votlendissvæði og úr henni rennur í Héraðsvötn skammt ofan vestari ósa. Ennfremur fellur Sauðá í hana. Vöktunarrannsóknir við vatnið hófust sumarið 2017 og verður fram haldið með fleiri þáttum sumarið 2018.  Margar tegundir fugla hafa lengri eða skemmri viðkomu við vatnið og votlendinu og móunum umhverfis það. Í vatninu finnast fjórar tegundir fiska. Mest er af urriða og virðist allavega hluti ganga til sjávar sem sjóbirtingur. Hrygningarsvæði hans eru m.a. í neðri hluta Sauðár. Einnig er að finna þar bleikju, ála og hornsíli. Ef sjóbleikja nær að taka sér bólfestu ofar í Sauðá, m.a. vegna þess að manngerðar gönguhindranir hafa verið lagaðar, má búast við því að meira verði af henni á ákveðnum árstímum í Tjarnartjörn. Vatnið er víðast mjög grunnt með leðju eða sandbotni með gróðurflákum á köflum. Mótar það dýralífið í og við vatnið.