Í dag funduðu formaður Skotvís og forstöðumaður NNV um samstarf um rannsóknir á milli Skotvís og stofunnar. Mikil þekking liggur hjá skotveiðimönnum og sömuleiðis áhugi á því að taka átt í rannsóknum. Það er mikilvægt að geta fléttað saman nýtingu og verndun í rannsóknum og veiðistjórnun. Farið var yfir verkefni sem áform er um og verður betur um þau fjallað síðar.