Skógarkerfill hefur lagt undir sig um 125 hektara lands í Austur-Fljótum

Náttúrustofa Norðurlands vestra kortlagði og framkvæmdi úttekt á útbreiðslu kerfils í Fljótum. Nú þegar eru nálægt 125 hektarar lands undirlagðir í skógarkerfli í Austur- Fljótum og hefur hann verið að breiðast mjög hratt út og leggja undir sig gróðurlendi, sérstaklega þar sem lítið hefur verið beitt skeppnum síðustu árin. Talsverð fyrirhöfn getur verið að endurheimta nytjaland þar sem kerfill nær að festa sig í sessi. Hvað þéttastur er hann meðfram veginum, þar sem mest af honum varð vart í upphafi. Hann nær á stöku stöðum niður að Fljótaá og upp í miðjar hlíðar. Ef ekkert verður að gert er hætta á því að hann haldi áfram að breiðast út og breyta vistgerðum á svæðinu.