Smyrill fær bót meina sinna og safnar kröftum á Náttúrustofu NV

Smyrill tók sér tímabundna búsetu á Náttúrustofu NV í dag. Ábúendur á Syðri Stóruborg fundu fuglinn særðan og komu í hendur NNV. Smyrillinn hefur fengið aðhlynningu og mun næstu daga eða vikur, gróa sára sinna og safna kröftum áður en hann hefur sig aftur til flugs og fyrra lífs. Þangað til mun hann deila góðri vist með starfsfólki Náttúrustofunnar og Byggðasafnsins og njóta norðlensks nautakjöts í flest mál.