Starf forstöðumanns laust til umsóknar

Náttúrustofa Norðurlands vestra er þekkingar og þjónustuaðili sem vinnur að rannsóknum, ráðgjöf og þekkingarmiðlun í tengslum við náttúrufar. Náttúrustofan er rekin af Sveitarfélaginu Skagafirði, Akrahreppi, Sveitarfélaginu Skagaströnd og Húnaþingi vestra. Starfsstöðvar stofunnar eru á Sauðárkróki, Skagaströnd og Hvammstanga. Náttúrustofan starfar samkvæmt lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur nr. 60/1192.

Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs með möguleika á framlengingu.

Starfssvið forstöðumanns:

• Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi Náttúrustofunnar
• Undirbúningur og viðhald rannsóknastefnu
• Áætlunagerð
• Stjórnun mannauðs
• Stefnumótunarvinna
• Samskipti við stjórnvöld og samstarfsaðila

Menntunar og hæfniskröfur:

• Háskólapróf í náttúrufræði og reynsla af rannsóknum eru skilyrði
• Framhaldsmenntun á sviði náttúrufræða er æskileg
• Stjórnunar- og rekstrarreynsla
• Hæfni í mannlegum samskiptum og uppbyggilegt viðmót
• Frumkvæði og metnaður til starfsemi Náttúrustofunnar
• Hæfni í ræðu og riti á íslensku og ensku


Starfsstöð forstöðumanns er staðsett á Sauðárkróki og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfi viðkomandi í starfið.

Umsóknir skal senda rafrænt á Halldór G. Ólafsson formann stjórnar á netfangið halldor@biopol.is. Umsóknafrestur rennur úr 10. febrúar 2022.