Styrkur úr Loftslagssjóði til fræðsluverkefnis um náttúru og vöktun dýra

Frá vinstri: Einar Ó. Þorleifsson, Bjarni Jónsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jessica Aquino, Sand…
Frá vinstri: Einar Ó. Þorleifsson, Bjarni Jónsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jessica Aquino, Sandra M. Granquist

Náttúrustofa Norðurlands Vestra og Selasetur Íslands í samstarfi við ferðamáladeild Háskólans á Hólum og Hafrannsóknastofnun hafa hlotið styrk frá Loftslagssjóði í verkefni sem nefnist „Krakkar í norðri: Náttúran og vöktun dýra“. Verkefnið verður unnið á Norðurlandi Vestra, frá Skagafirði til Hrútafjarðar. Verkefnið hlaut 5 milljónir króna í styrk og var eitt 22 fræðslu og kynningar verkefna sem fengu þennan styrk.  Styrk úthlutun var í heild til 32 verkefna umsóknir voru 203  Áhugasamir krakkar munu búa til eigin vöktunarverkefni undir leiðsögn náttúru- og fuglafræðinga. Dæmi um vöktunarverkefni væru; koma farfugla, skráning á algengum tegundum varpfugla og umferðarfugla frá enn norðlægari slóðum og talning, útbreiðsla og lifnaðarhættir sela. Upplýsingunum verður safnað saman og munu vísindamenn og fleiri hafa gagn af þessari mikilvægu upplýsingaöflun. Verkefnið mun auka náttúruskilning ungmenna og vitund um náttúruvernd og umhverfisbreytingar á tímum hraðra loftslagbreytinga í norðri.

Verkefnið leiða: Einar Ó. Þorleifsson og Jessica Aquino

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/03/Loftslagssjodur-uthlutar-165-milljonum-krona-til-32-verkefna/