Unnið að skýrslu um uppsprettur örplasts í hafinu við Ísland

Plastþræðir úr háfsýnum í Húnaflóa
Plastþræðir úr háfsýnum í Húnaflóa

Þessa dagana vinna starfsmenn BioPol og NNV að gerð skýrslu fyrir Umhverfisráðuneytið um uppsprettur örplasts í hafinu við Ísland. Í þessari skýrslu verður greining á helstu uppsprettum og óvissu matsins lýst. Valtýr sem er starfsmaður Biopol og Nnv stýrir verkefninu. Á Íslandi, sem og í mörgum öðrum löndum, hefur verið aukin áhersla á að draga úr mengun vegna plasts. Til þess að ná árangri í slíkum verkefnum er nauðsynlegt að hafa sem gleggstar upplýsingar um uppsprettur plastmengunar. Í nágrannalöndunum, Noregi, Svíþjóð og Danmörku hefur verið lagt mat á uppsprettur örplasts sem berst út í umhverfið í hverju ríki fyrir sig með ítarlegum skýrslum.

Örplast er framleitt fyrir margskonar hreinlætis- og snyrtivörur og verður líka til við niðurbrot stærra plasts. Hér má lesa meira um örplast. Í kjölfar vitundavakningar um örplast hafa fjölmörg ríki lagt bann við notkun örplasts í snyrtivörum. Þeirra á meðal eru Bandaríkin, Ítalía, Frakkland, Bretland og Kanada [Listi].