Víxlnefur á Vatnsnesi

Víxlnefur. Mynd Einar Þorleifsson.
Víxlnefur. Mynd Einar Þorleifsson.

Nýlega birtist frétt á Vísi.is þar sem rætt er við Einar Þorleifson um víxlnef sem er sjaldséð fuglategund hér á landi. Hér er hlekkur á fréttina en þar segir meðal annars að „Hinn sjaldgæfi erlendi gestur víxlnefur sást í grennd við Ásbjarnarstaði á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra í byrjun vikunnar. Þetta er í fjórða sinn sem fuglategundin sést á Íslandi en fyrir skömmu sáust nokkrir fuglar af þessari tegund við Höfn og í Skaftártungum.“