Vöktun á glerálagöngum til landsins og stöðu álastofna

Nýgengnir glerálar. Mynd Bjarni Jónsson
Nýgengnir glerálar. Mynd Bjarni Jónsson

Náttúrustofa Norðurlands vestra er eini aðilinn sem vaktar og fylgist með glerálagöngum til Íslands og stöðu álastofna. Tímaritið Fiskifréttir fjallaði um rannsóknirnar og sumar niðurstöður þeirra í ítarlegri umfjöllun 2017. Þar kom m.a fram að Glerálagöngur voru þokkalegar að jafnaði árin 1999 til 2005. Eftir það tók við 10 ára lægð en mikil aukning varð aftur árið 2015 og reyndist 2016 nær því besta frá því að mælingar hófust. Þeir staðir sem mældir voru vorið 2017 komu einnig vel út. Það var því niðurstaða Náttúrustofu NV að talsverð uppsveifla hafi verið í glerálagöngum til Íslands frá 2015-2017. Glerálagöngur hafi langt í frá dregist eins mikið saman hlutfallslega á Íslandi og víða annars staðar í Evrópu. Líklegt er að niðurstaðan verði að árið 2018 komi einnig þokkalega út.