Hvítabirnir í Skagafirði árið 2008

Nánari upplýsingar
Titill Hvítabirnir í Skagafirði árið 2008
Lýsing

Í júnímánuði árið 2008 gengu tveir hvítabirnir á land í Skagafirði. Sá fyrri
sást fyrst við Miðmundarfjall við Þverárfjallsveg þann 3. júní og sá síðari
þann 16. júní við bæinn Hraun II á utanverðum Skaga. Eins og gefur að
skilja vöktu þessar heimsóknir mikla athygli bæði innanlands og utan,
kannski ekki síst vegna þess að bæði dýrin voru felld. Rétt um 20 ár voru
síðan hvítabjörn gekk síðast á land á Íslandi og var það í Haganesvík í Fljótum
í Skagafirði. Örlög hans urðu þau sömu og hvítabjarnanna nú. Í þessu
greinarkorni er leitast við að varpa ljósi á þá atburðarás sem átti sér stað
þegar dýrin gengu á land og viðbrögð heimamanna og yfirvalda. Í lokin er
fjallað um ástand dýranna og gerð grein fyrir niðurstöðum vinnuhóps sem
umhverfisráðherra skipaði til að semja tillögur um viðbrögð við landtöku
hvítabjarna á Íslandi.

Hlekkur https://timarit.is/page/6468256?iabr=on
Höfundar
Nafn Þorsteinn Sæmundsson
Flokkun
Flokkur Útgefið efni
Útgáfuár 2009
Útgefandi Hið íslenska náttúrufræðifélag