Ný vísindagrein eftir Bjarna Jónsson Náttúrustofu NV og samstarfsfólk beggja vegna Atlantshafsins um þróun og tegundamyndun ála við Norður Atlantshaf er komin út í tímaritinu Molecular Ecology. Speciation history of European (Anguilla anguilla) and American eel (A. rostrata), analysed using genomic data
Natacha Nikolic Shenglin Liu Magnus W. Jacobsen Bjarni Jónsson Louis Bernatchez Pierre‐Alexandre Gagnaire Michael M. Hansen https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/mec.15342
23.01.2020
Opinn fyrirlestur hjá Einari Ó. Þorleifssyni á Aðalgötu 2, Sauðárkróki, þann 5. desember kl. 20:00-21:00.
03.12.2019
NNV og BioPol unnu saman að gerð skýrslu um uppsprettur og farvegi örplasts í hafið kringum Ísland. Skýrslan var unnin fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Tilgangur skýrslunnar var að taka saman upplýsingar til þess að þær megi nýta til að takast á við þann vanda sem plastmengun í hafinu er.
05.11.2019
Undanfarin misseri hefur NNV í samstarfi við Biopol á Skagaströnd stundað athuganir á þarabreiðum í austanverðum Húnaflóa. Til þess var notast við myndatökur með neðansjávardróna. Myndefnið má sjá í nýútgefinni skýrslu. Verkefnið var styrkt af SSNV
14.10.2019
Hinn sjaldgæfi erlendi gestur víxlnefur sást í grennd við Ásbjarnarstaði á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra í byrjun vikunnar. Þetta er í fjórða sinn sem fuglategundin sést á Íslandi en fyrir skömmu sáust nokkrir fuglar af þessari tegund við Höfn og í Skaftártungum.
06.08.2019
Einar Ó. Þorleifsson náttúrufræðingur hefur tekið til starfa hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra. Hann er menntaður í landfræði frá Háskóla Íslands með sérgreinar í líffræði og jarðfræði. Einar hefur lagt stund á fuglarannsóknir til margra ára. Helstu sérgreinar hanns eru votlendislífríki og votlendisfuglar. Einar hefur einnig fengist við rannsóknir á útbreiðslu fugla, sérstaklega þær fuglategundir sem hafa numið land á Íslandi á tuttugustu öld og fram til dagsins í dag.
Einar mun vinna að ýmsum náttúrurannsóknum aðallega á sviði fuglafræði á því víðfema svæði sem náttúrustofan sinnir. Hann hefur aðsetur við Selasetrið á Hvammstanga.
Áhugasömum sem hafa upplýsingar um áhugaverða fugla, t.d. nýja varpstaði eða fundarstaði plantna eða sérstök jarðfræðifyrirbrigði er velkomið að leita til hans um frekari upplýsingar.
05.06.2019