Fréttir

Unnið að skýrslu um uppsprettur örplasts í hafinu við Ísland

Þessa dagana vinna starfsmenn BioPol og Náttúrustofu Nv að gerð skýrslu um uppsprettur örplasts í hafinu við Ísland. Í þessari skýrslu verður áætlun um það hverjar helstu uppspretturnar og óvissu matsins lýst.

Andanefju rekur á land við ytri Ingveldarstaði, Skagafirði

Náttúrustofa NV rannsakaði hval sem rak við Ytri Ingveldarstaði, Skagafirði að beiðni Hafrannsóknastofnunar. Tekin voru erfðasýni og vefjasýni af dýrinu sem reyndist andanefja, til frekari greininga.

Kortlagning fugladauða og fuglakóleru á Skaga

Að beiðni Matvælastofnunar brást Náttúrustofan við útkalli vegna mikils fugladauða í æðarvarpinu á Hrauni á Skaga þann 15. júní sl. Sláandi fugladauði blasti strax við á meginvarpsvæðinu. Farið var víðsvegar um æðarvarpið og jaðra þess til að kanna hvar væru dauðir eða veikir fuglar. Langmesti fugladauðinn var þar sem varpið er þéttast og var aðkoman slæm, þar sem kollur lágu jafnvel nýdauðar á hreiðrum. Orsökin reyndist vera fuglakólera. Náttúrustofa NV vinnur nú að því í samvinnu við Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum að kortleggja betur fugladauðan í æðarvarpinu á Hrauni.

Skýrsla um útbreiðslu kerfils á Hvammstanga

Náttúrustofa NV hefur gefið út skýrslu um útbreiðslu kerfils á og kringum Hvammstanga. Vart varð við mismikla dreifingu kerfils á mörgum stöðum vítt og breitt um þorpið og líka ofan við það. Víða er lúpína og eða njóli í bland og mynda þessar tegundir jafnvel stórar breiður. Ofan við þorpið er víða..

Bleikjan í Vatnshlíðarvatni og áhrif hnattrænnar hlýnunar. Ný vísindagrein í Conservation Genetics Resources.

Búist er við mikilli hækkun hitastigs á norðlægum slóðum í framtíðinni. Með því að bera saman nokkra lykilerfðaþætti bleikjustofna á útbreiðslusvæði tegundarinnar var dregið upp erfðafræðilegt kort sem verður hægt að leggja til grundvallar við mat á erfðafræðilegum breytingum stofna vegna hækkunar hitastigs og breyttra umhverfisþátta í framtíðinni. Verkefnið var samstarfsverkefni Árósaháskóla, Náttúrustofu Norðurlands vestra, Náttúrufræðistofnunar Grænlands og heimskautaháskóla Noregs.

Álar í Áshildarholtsvatni Skagafirði og Hnausatjörn Vatnsdal einstakir á heimsvísu. Ný vísindagrein í Heredity.

Náttúrustofa Norðurlands vestra stundar bæði vöktunarrannsóknir á álagöngum til landsins og erfðafræðilegri þróun kynblöndunar á milli tegunda Evrópuála og Ameríkuála með tilliti til breytinga umhverfisþátta. Ný vísindagrein um erfðafræðilegar breytingar og kynblöndun álategunda í einu virtasta erfðafræðitímariti heims Heredity.

Fuglaskoðunarhús við Áshildarholtsvatn

Fuglaskoðunarhús sem komið var upp fyrir nokkrum árum, er staðsett við austurenda Áshildarholtsvatns...

Eitt tilfelli Spánarsnigils á Sauðárkróki

Fyrsti Spánarsnigillinn sem vitað er af á Sauðárkróki barst til náttúrustofunnar í júní 2016. Hafði hann borist með stjúpum sem keyptar voru á Akureyri. Var öllum stjúpum úr sömu sendingu frá gróðurhúsi eytt af versluninni í kjölfarið til að koma í veg fyrir að fleiri slíkir innfluttir sniglar...

Rannsóknir í Litla Skógi og Sauðársvæðinu

Sumarið 2017 fóru fram margvíslegar rannsóknir á lífríki í Litla Skógi og í og við Sauðá á Sauðárkróki og verður þeim haldið áfram á árinu 2018. Í skjólinu og gróðurvininni í Litla Skógi þrífst margskonar líf. Það sama á við Sauðánna, dýralíf og fuglalíf. Búsvæði vatnalífs og fugla var endurheimt á kafla í Sauðánni fyrir nokkrum árum.

Nýr starfsmaður hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra

Gengið var frá ráðningarsamningi við Valtý Sigurðsson hjá BioPol ehf. á Skagaströnd. Hann hefur verið starfsmaður BioPol síðan 2015 og verður enn með aðstöðu þar og 50% stöðu samhliða 50% hjá NNV.