Fréttir

Einar Ó. Þorleifsson náttúrufræðingur hefur tekið til starfa hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra.

Einar Ó. Þorleifsson náttúrufræðingur hefur tekið til starfa hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra. Hann er menntaður í landfræði frá Háskóla Íslands með sérgreinar í líffræði og jarðfræði. Einar hefur lagt stund á fuglarannsóknir til margra ára. Helstu sérgreinar hanns eru votlendislífríki og votlendisfuglar. Einar hefur einnig fengist við rannsóknir á útbreiðslu fugla, sérstaklega þær fuglategundir sem hafa numið land á Íslandi á tuttugustu öld og fram til dagsins í dag. Einar mun vinna að ýmsum náttúrurannsóknum aðallega á sviði fuglafræði á því víðfema svæði sem náttúrustofan sinnir. Hann hefur aðsetur við Selasetrið á Hvammstanga. Áhugasömum sem hafa upplýsingar um áhugaverða fugla, t.d. nýja varpstaði eða fundarstaði plantna eða sérstök jarðfræðifyrirbrigði er velkomið að leita til hans um frekari upplýsingar.

Dagskrá Náttúrustofuþings 2019

Náttúrustofuþing 2019 á Sauðárkróki

Fræðsluvefur um náttúru Skagafjarðar

Páfuglafiðrildi ferðaðist frá Rotterdam til Sauðárkróks

Andanefju rekur á Borgarsand við Sauðárkrók

Smyrill fær bót meina sinna og safnar kröftum á Náttúrustofu NV

Samstarf Skotvís og Náttúrustofu Norðulands vestra

Í dag funduðu formaður Skotvís og forstöðumaður NNV um samstarf um rannsóknir á milli Skotvís og stofunnar. Mikil þekking liggur hjá skotveiðimönnum og sömuleiðis áhugi á því að taka þátt í rannsóknum. Það er mikilvægt að geta fléttað saman nýtingu og verndun í rannsóknum og veiðistjórnun.

Unnið að skýrslu um uppsprettur örplasts í hafinu við Ísland

Þessa dagana vinna starfsmenn BioPol og Náttúrustofu Nv að gerð skýrslu um uppsprettur örplasts í hafinu við Ísland. Í þessari skýrslu verður áætlun um það hverjar helstu uppspretturnar og óvissu matsins lýst.

Andanefju rekur á land við ytri Ingveldarstaði, Skagafirði

Náttúrustofa NV rannsakaði hval sem rak við Ytri Ingveldarstaði, Skagafirði að beiðni Hafrannsóknastofnunar. Tekin voru erfðasýni og vefjasýni af dýrinu sem reyndist andanefja, til frekari greininga.