Undanfarin misseri hefur NNV í samstarfi við Biopol á Skagaströnd stundað athuganir á þarabreiðum í austanverðum Húnaflóa. Til þess var notast við myndatökur með neðansjávardróna. Myndefnið má sjá í nýútgefinni skýrslu. Verkefnið var styrkt af SSNV
14.10.2019
Hinn sjaldgæfi erlendi gestur víxlnefur sást í grennd við Ásbjarnarstaði á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra í byrjun vikunnar. Þetta er í fjórða sinn sem fuglategundin sést á Íslandi en fyrir skömmu sáust nokkrir fuglar af þessari tegund við Höfn og í Skaftártungum.
06.08.2019
Einar Ó. Þorleifsson náttúrufræðingur hefur tekið til starfa hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra. Hann er menntaður í landfræði frá Háskóla Íslands með sérgreinar í líffræði og jarðfræði. Einar hefur lagt stund á fuglarannsóknir til margra ára. Helstu sérgreinar hanns eru votlendislífríki og votlendisfuglar. Einar hefur einnig fengist við rannsóknir á útbreiðslu fugla, sérstaklega þær fuglategundir sem hafa numið land á Íslandi á tuttugustu öld og fram til dagsins í dag.
Einar mun vinna að ýmsum náttúrurannsóknum aðallega á sviði fuglafræði á því víðfema svæði sem náttúrustofan sinnir. Hann hefur aðsetur við Selasetrið á Hvammstanga.
Áhugasömum sem hafa upplýsingar um áhugaverða fugla, t.d. nýja varpstaði eða fundarstaði plantna eða sérstök jarðfræðifyrirbrigði er velkomið að leita til hans um frekari upplýsingar.
05.06.2019