Fréttir

Ísabrot

Undanfarna daga hafa ár víða um land verið að ryðja sig í hlýindum og vatnsviðri. Kuldar í desember og janúar voru langvarandi og frost víða mikið, sérstaklega inn til dala. Á Norðurlandi vestra voru þá allar ár lagðar og ísinn víða um 60-80 cm þykkur og sumstaðar jafnvel allt að 120 cm á þykkt. Þegar að ísinn á ánum brotnar upp og ryðst fram með vatnsflóðum...

Ný grein um selaskoðun og ferðamenn

Nýverið birtist í tímaritinu „Ocean & Coastal Management“ grein um mun milli kynja hvað varðar mat á náttúruverðmætum og stjórnun með skýrskotun til selaskoðunar en á ensku er titill greinarinnar: „Gender difference in biospheric values and opinions on nature management actions: The case of seal watching in Iceland“. Höfundar eru Cécile M. Chauvat, starfsmaður NNV, Sandra M. Granqvist forstöðumaður selarannsókna hjá Selasetrinu og starfsmaður Hafrannsóknastofnunar og Jessica Aquino lektor við Háskólann á Hólum.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Ný stjórn NNv

Ný stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra, sem skipuð var í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í vor, hélt sinn fyrsta fund í byrjun október. Stjórnin er skipuð fulltrúum þeirra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem aðild eiga að Náttúrustofunni en það eru Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnaþing Vestra. Í stjórn NNv sitja fjórir fulltrúar, tveir frá Skagafirði, Sigurður Bjarni Rafnsson og Jóhanna Ey Harðardóttir, Halldór Gunnar Ólafsson frá Skagaströnd og Elín Lilja Gunnarsdóttir úr Húnaþingi Vestra. Formaður stjórnar var kjörinn Sigurður Bjarni.

Finnst ein lausnin á matvælavanda heimsins í gömlum túnum eða hreinlega úti í móa?

Náttúrustofa Norðurlands vestra, í samstarfi við Byggðasafn Skagfirðinga, hefur sett upp sýningu sem fengin er að láni frá Grasagarðinum í Reykjavík og fjallar villtar erfðalindir ræktaðra nytjaplantna! Sýningin er við Glaumbæ og mun standa þar út júní.

Nýr forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra.

Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra hefur ráðið Starra Heiðmarsson sem forstöðumann Náttúrustofunnar, ráðning Starra er tímabundin til eins árs þar sem fráfarandi forstöðumaður hefur óskað eftir leyfi. Starri er með doktorspróf í grasafræði frá háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð. Hann hefur undanfarna tvo áratugi starfað á Akureyrarsetri Náttúrufræðistofnunar Íslands sem sérfræðingur og um áratugar skeiðsem fagsviðsstjóri í grasafræði.

Ársskýrsla Náttúrustofu Norðurlands vestra 2021

Ársskýrsla Náttúrustofu Norðurlands vestra fyrir árið 2021 er nú komin út á rafrænu formi. Í skýrslunni er stiklað á stóru um fjölbreytta starfsemi stofunnar á liðnu ári.

Starf forstöðumanns laust til umsóknar

Náttúrustofa Norðurlands vestra er þekkingar- og þjónustuaðili sem vinnur að rannsóknum, ráðgjöf og þekkingarmiðlun í tengslum við náttúrufar. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs með möguleika á framlengingu.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Ný grein um ferðamenn og selaskoðun

Ný grein „Visitor's values and perceptions of seal watching management in Northwestern Iceland“ birtist á dögunum í vísindaritinu „Journal of Sustainable Tourism“ og fjallar hún um viðhorf ferðamanna til ýmissa atriða í tengslum við selaskoðun.