Fréttir

Rannsóknir í Orravatnsrústum norðan Hofsjökuls

Orravatnsrústir eru allstór gróðurvin á hálendinu í rúmlega 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Hálendisvinin er vel gróin með fjölda smærri og stærri tjarna og fylgir lægðum í landslaginu. Gróðurvinin teygir sig frá Rústakvísl og Reyðarvatni þar sem vegurinn að Laugafelli liggur upp frá Skagafirði, en til suðurs í átt að Hofsjökli við Illviðrahnjúka og Miklafell.

Norðanáhlaup og flækingsfuglar úr suðri

Stór og djúp lægð var austur af landinu um miðbik síðustu viku. Svo virðist vera sem þessi mikla lægð hafi kippt með sér þó nokkuð af farfuglum sem væntanlega hafa verið á leið yfir Norðusjó milli Bretlandseyja, Danmerkur og Noregs. Sennilegast verður að teljast að fuglarnir hafi í fyrstu borist langt í norður og svo smám saman rangsælis um lægðarmiðjuna frá norðri til vesturs og svo aftur til suðurs upp að norðurströnd Íslands. Athyglisvert er að flækingsfugla varð ekki vart í Færeyjum í kjölfar veðursins líkt og hérlendis.

Ráðstefna um plastmengun

Alþjóðleg ráðstefna um plastmengun á norðurslóðum verður haldin dagana 2.-9. mars næstkomandi og mun starfsmaður náttúrustofunnar, Valtýr, taka þátt í pallborðsumræðum.

Myndasíða á Instagram

Við á náttúrustofunni ákváðum að stofna til myndasíðu á Instagram. Endilega fylgið okkur þar.

Jólakveðja frá Náttúrustofu Norðurlands vestra

Starfsfólk Náttúrustofu Norðurlands vestra óskar vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Styrkur úr Loftslagssjóði til fræðsluverkefnis um náttúru og vöktun dýra

Búrhvalstarfur í Kálfhamarsvík á Skaga

Sumarstörf í boði fyrir tvo háskólanema hjá BioPol og NNV

BioPol, í samstarfi við Náttúrustofu Norðurlands vestra, óskar eftir að ráða tvo háskólanema (í grunn- eða meistaranámi í raunvísindum) til að smíða umhverfismæla fyrir sjávarrannsóknir. Verkefnið verður unnið eftir fyrirmynd „OpenCDT“ með ákveðnum breytingum.

Búrhvalstarf rak við Blönduós

Ný vísindagrein um tegundamyndun og þróun ála við Norður Atlantshaf komin út í Molecular Ecology

Ný vísindagrein eftir Bjarna Jónsson Náttúrustofu NV og samstarfsfólk beggja vegna Atlantshafsins um þróun og tegundamyndun ála við Norður Atlantshaf er komin út í tímaritinu Molecular Ecology. Speciation history of European (Anguilla anguilla) and American eel (A. rostrata), analysed using genomic data Natacha Nikolic Shenglin Liu Magnus W. Jacobsen Bjarni Jónsson Louis Bernatchez Pierre‐Alexandre Gagnaire Michael M. Hansen https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/mec.15342