Ársskýrsla Náttúrustofu Norðurlands vestra fyrir árið 2021 er nú komin út á rafrænu formi. Í skýrslunni er stiklað á stóru um fjölbreytta starfsemi stofunnar á liðnu ári.
04.03.2022
Náttúrustofa Norðurlands vestra er þekkingar- og þjónustuaðili sem vinnur að rannsóknum, ráðgjöf og þekkingarmiðlun í tengslum við náttúrufar. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs með möguleika á framlengingu.
28.01.2022
Ný grein „Visitor's values and perceptions of seal watching management in Northwestern Iceland“ birtist á dögunum í vísindaritinu „Journal of Sustainable Tourism“ og fjallar hún um viðhorf ferðamanna til ýmissa atriða í tengslum við selaskoðun.
23.11.2021
Orravatnsrústir eru allstór gróðurvin á hálendinu í rúmlega 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Hálendisvinin er vel gróin með fjölda smærri og stærri tjarna og fylgir lægðum í landslaginu. Gróðurvinin teygir sig frá Rústakvísl og Reyðarvatni þar sem vegurinn að Laugafelli liggur upp frá Skagafirði, en til suðurs í átt að Hofsjökli við Illviðrahnjúka og Miklafell.
31.08.2021
Stór og djúp lægð var austur af landinu um miðbik síðustu viku. Svo virðist vera sem þessi mikla lægð hafi kippt með sér þó nokkuð af farfuglum sem væntanlega hafa verið á leið yfir Norðusjó milli Bretlandseyja, Danmerkur og Noregs. Sennilegast verður að teljast að fuglarnir hafi í fyrstu borist langt í norður og svo smám saman rangsælis um lægðarmiðjuna frá norðri til vesturs og svo aftur til suðurs upp að norðurströnd Íslands. Athyglisvert er að flækingsfugla varð ekki vart í Færeyjum í kjölfar veðursins líkt og hérlendis.
17.03.2021
Alþjóðleg ráðstefna um plastmengun á norðurslóðum verður haldin dagana 2.-9. mars næstkomandi og mun starfsmaður náttúrustofunnar, Valtýr, taka þátt í pallborðsumræðum.
01.03.2021
Við á náttúrustofunni ákváðum að stofna til myndasíðu á Instagram. Endilega fylgið okkur þar.
01.03.2021
Starfsfólk Náttúrustofu Norðurlands vestra óskar vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
24.12.2020