Fréttir

Fuglaskoðunarhús við Áshildarholtsvatn

Fuglaskoðunarhús sem komið var upp fyrir nokkrum árum, er staðsett við austurenda Áshildarholtsvatns...

Eitt tilfelli Spánarsnigils á Sauðárkróki

Fyrsti Spánarsnigillinn sem vitað er af á Sauðárkróki barst til náttúrustofunnar í júní 2016. Hafði hann borist með stjúpum sem keyptar voru á Akureyri. Var öllum stjúpum úr sömu sendingu frá gróðurhúsi eytt af versluninni í kjölfarið til að koma í veg fyrir að fleiri slíkir innfluttir sniglar...

Rannsóknir í Litla Skógi og Sauðársvæðinu

Sumarið 2017 fóru fram margvíslegar rannsóknir á lífríki í Litla Skógi og í og við Sauðá á Sauðárkróki og verður þeim haldið áfram á árinu 2018. Í skjólinu og gróðurvininni í Litla Skógi þrífst margskonar líf. Það sama á við Sauðánna, dýralíf og fuglalíf. Búsvæði vatnalífs og fugla var endurheimt á kafla í Sauðánni fyrir nokkrum árum.

Nýr starfsmaður hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra

Gengið var frá ráðningarsamningi við Valtý Sigurðsson hjá BioPol ehf. á Skagaströnd. Hann hefur verið starfsmaður BioPol síðan 2015 og verður enn með aðstöðu þar og 50% stöðu samhliða 50% hjá NNV.

Rannsóknir á fjölbreyttu lífríki við Tjarnartjörn

Tjarnartjörn tengir saman nærliggjandi votlendissvæði og úr henni rennur í Héraðsvötn skammt ofan vestari ósa. Ennfremur fellur Sauðá í hana. Vöktunarrannsóknir við vatnið hófust sumarið 2017 og verður fram haldið með fleiri þáttum sumarið 2018. Margar tegundir fugla hafa...

Vöktun á glerálagöngum til landsins og stöðu álastofna

Náttúrustofa Norðurlands vestra er eini aðilinn sem vaktar og fylgist með glerálagöngum til Íslands og stöðu álastofna. talsverð uppsveifla hefur verið í glerálagöngum til Íslands frá 2015-2017. Glerálagöngur hafi langt í frá dregist eins mikið saman hlutfallslega á Íslandi og víða annars staðar í Evrópu. Líklegt er að niðurstaðan verði að árið 2018 komi einnig þokkalega út.

Nýr landnemi við Íslandsstrendur, ósakoli orðinn algengur við Húnaflóa og í Skagafirði

Síðustu ár hefur Náttúrustofa Norðurlands vestra staðið fyrir vöktunarrannsóknum á nýrri kolategund við ísland sem bæði finnst í sjó og fersku vatni. Ósakoli eða flundra, Platichthys flesus, er nýr landnemi við Íslandsstrendur.

Skógarkerfill hefur lagt undir sig um 125 hektara lands í Austur-Fljótum

Náttúrustofa Norðurlands vestra kortlagði og framkvæmdi úttekt á útbreiðslu kerfils í Fljótum. Nú þegar eru nálægt 125 hektarar lands...